Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert styrktarbarn og áður var fjöldinn takmarkaður við eitt SOS-foreldri frá Íslandi á hvert barn.
SOS-foreldrar greiða kr. 3.900 á mánuði fyrir að styrkja stakt barn en þeir sem velja að styrkja „öll börn í barnaþorpi“ greiða 4.500 krónur. SOS Barnaþorpin vanda til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega umönnun. Á það við um húsnæði, menntun og annað í lífi barnanna. Framfærslukostnaður eins barns er nokkuð hærri en kr. 3.900 og því þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni.
Alls eru tæplega 9.800 SOS-foreldrar á Íslandi að styrkja börn í SOS barnaþorpum í 107 löndum. Langflestir styrkja stök börn, sumir styrkja „öll börnin“ í einu tilteknu barnaþorpi og sumir velja að styrkja eftir báðum þessum leiðum. Í dag eru stök styrktarbörn Íslendinga 8.865 talsins.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...