Fréttayfirlit 29. apríl 2015

Tombóla í Lýsuhólsskóla



Krakkarnir í Lýsuhólsskóla stóðu fyrir tombólu á dögunum til styrktar SOS Barnaþorpunum. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1. til 10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla en skólinn er staðsettur í Staðarsveit.

Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 46.000 krónum. SOS Barnaþorpin eru einstaklega þakklát fyrir framlagið, sér í lagi þegar tekið er tillit til fjölda barna í Lýsuhólsskóla en hann er svipaður og í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu.

Kærar þakkir!

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...