Fréttayfirlit 3. september 2018

SOS fjölnotapokar í stað plastpoka



Nú er árvekniátakið plastlaus september og af því tilefni viljum við minna á fjölnota pokana sem eru til sölu hjá SOS Barnaþorpunum. Það er tilvalið að taka SOS-pokana með út í búð og sleppa plastpokunum. Pokarnir eru til í tveimur litum, brúnum og hvítum. Þegar þú kaupir fjölnota poka frá okkur leggur þú góðu málefni lið og átt þátt í að bæta hag umkomulausra barna sem eru í umsjá SOS Barnaþorpanna.

Pokinnn kostar 1.000 krónur og er hægt að panta hér á heimasíðunni okkar, vefverslun, koma við á skrifstofunni okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi eða hringja í okkur í síma 5642910.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...