Fréttayfirlit 7. september 2016

SOS Barnaþorpin fá viðurkenningu spænska konungsveldisins



Virt viðurkenning hefur verið veitt til SOS Barnaþorpanna á Spáni, nánar tiltekið Asturias prinsessuverðlaunin fyrir eindrægni, sem spænska konungsveldið veitir á ári hverju.

Viðurkenningin er ein af átta sem Asturias prinsessustofnunin veitir. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á þeim sem „vinna að verndun mannréttinda, stuðla að friði, frelsi og samstöðu, vernda menningararf og vinna almennt að framþróun og auknum skilningi á mannkyninu.“

Þrjátíu og eins manns dómnefnd valdi SOS Barnaþorpin úr hópi fjölda tilnefninga, en fyrrum körfuboltamaðurinn Amaya Valdemoro tilnefndi samtökin.

Spánarkonungur útskýrði í bréfi til Siddhartha Kaul, forseta alþjóðasamtaka SOS, að verðlaunin viðurkenni samtökin fyrir frumkvöðlastarf sitt í yfir 70 ár á alþjóðagrundvelli sem hefur verndun barna að meginmarkmiði; markmið sem hefur jafnvel meira vægi á tímum átaka og hörmunga á alþjóðavísu.

Viðurkenningin verður formlega veitt í október við hátíðlega athöfn í Oviedo, þar sem drottning og konungur Spánar verða heiðursgestir.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...