Siðareglur SOS Barnaþorpanna
SOS Barnaþorpin samanstanda af 118 landssamtökum og er Ísland þeirra á meðal en starfsemi samtakanna er í alls 135 löndum. Sem aðildarland að SOS Barnaþorpunum skuldbindur hvert samband sig til að framfylgja lögum alþjóðasamtakanna og ströngu eftirliti með fjármálum þar sem gegnsæi er algert skilyrði. Allt starfsfólk SOS Barnaþorpanna skrifar undir siðareglur sem aðgengilegar eru hér á heimasíðunni okkar.
SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórnmálaöflum. Við virðum mismunandi trúarbrögð og menningarheima og störfum í löndum/samfélögum þar sem við getum stuðlað að þróun. Við störfum samkvæmt okkar sýn, stefnu og gildum, gæðastöðlum samtakanna, m.a. stefnu um vernd barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en við störfum í anda hans.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...