Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna
Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.
Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.
Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...