Seldu egg til styrktar SOS
Tvær ungar stúlkur gengu í hús í Eyjafjarðarsveit, þar sem þær búa, á dögunum og seldu egg til styrktar SOS Barnaþorpunum. Stúlkurnar heita Hekla Sólveig Magnúsdóttir, 10 ára, og Ronja Sif Björk, 8 ára. Þær seldu eggin gegn frjálsum framlögum en alls söfnuðust um tíu þúsund krónur.
Fjölskylda annarrar stúlkunnar heldur hænur þannig að eggin koma frá hamingjusömum hænum. Um er að ræða sex hænur og einn hana sem komu til fjölskyldunnar í sumar og hafa síðan fært henni um fjögur til sex egg á dag. Hænurnar heita Gulla, Lóa, Krumma, Kata, Babúska og Snæhvít en haninn heitir Jussi. Við þökkum þeim, og stúlkunum, kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...