Fréttayfirlit 1. júní 2017

SÁ Fashion styrkir SOS



Nokkrir drengir úr Árbæjarskóla afhentu SOS Barnaþorpunum 40.000 krónur í vikunni. Drengirnir voru í valfaginu Startup Árbær sem gengur út á nýsköpun en þar stofnuðu þeir fyrirtækið SÁ Fashion og rann hluti af ágóðanum til SOS Barnaþorpanna.

Verkefni drengjanna fólst í hönnun á peysum sem gekk afar vel. SOS Barnaþorpin þakka kærlega fyrir framlagið sem fer í endurbyggingu á skóla í hverfinu Alsukkari í Aleppo á Sýrlandi.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...