Opnun sjötta SOS Barnaþorpsins í Kambódíu
Sjötta SOS Barnaþorpið í Kambódíu var opnað með pompi og prakt í Kampot þann 5. mars síðastliðinn. Kambódíski forsætisráðherrann var viðstaddur athöfnina ásamt fjögur þúsund öðrum gestum. Forsætisráðherrann er dyggur stuðningsaðili SOS og hefur heimsótt öll verkefni samtakanna í landinu.
Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddartha Kaul, var einnig viðstaddur opnunina. Hann þakkaði yfirvöldum í Kambódíu fyrir stuðninginn. „Stuðningur við börn sem eiga enga að er afar mikilvægur. Við verðum að vernda þau börn. Það er okkar hlutverk sem fullorðið fólk að sjá til þess að litlu einstaklingarnir alist upp við öryggi og sjái framtíðina bjarta,“ sagði Kaul.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...