Fréttayfirlit 6. apríl 2016

Neyðaraðstoð vegna langvarandi þurrka



Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í aust­an- og sunn­an­verðri Afríku en um 50 milljónir manna þjást af mat­ar- og vatns­skort­i.

Undanfarin tvö ár hafa einkennst af miklum þurrkum á svæðinu sem er ein af afleiðingum veðurfyrirbærisins El Niño. Vegna þessa er hætta á að hungur, vatnsskortur og sjúkdómar hafi áhrif á líf barna en Sameinuðu þjóðirnar segja að meira en ein milljón manns á svæðinu þurfi á meðferð að halda vegna alvarlegrar vannæringar. Í Eþíópíu eru yfir 300.000 börn vannærð en talið er að þurrkarnir hafi mikil áhrif í að minnsta kosti 27 löndum í heimsálfunni.

SOS Barnaþorpin eru staðsett í öllum þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna þurrkanna og því vel í stakk búin til að sinna neyðaraðstoð. Eins og áður er aðstoð við börn og barnafjölskyldur í forgangi hjá SOS en mikil áhersla er lögð á fjölskyldueflingu ásamt matarúthlutun.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...