Neyðaraðstoð í Kólumbíu
SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Kólumbíu síðustu vikur, nánar tiltekið í borginni Mocoa sem varð illa fyrir barðinu á úrhellisrigningu í byrjun apríl.
Um það bil 350 manns létust og mörg hundruð fjölskyldur misstu heimili sín vegna aurskriða en rigningin varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína og hús fylltust af aur.
Neyðaraðstoð SOS felst í aðstoð við fylgdarlaus börn og þau börn sem misstu foreldra í hamförunum. Einnig útvega samtökin fjölskyldum húsaskjól, sálfræðiaðstoð og menntun ásamt því að hafa opnað barnvænt svæði. Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig dreift helstu nauðsynjum til barnafjölskyldna, t.d. bleyjum, þurrmjólk, vatni, fötum og mat.
Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Kólumbíu mun standa yfir að minnsta kosti út árið.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...