Fréttayfirlit 30. júlí 2019

Kópavogsbær styrkir SOS á Íslandi



Í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi er þess ávallt gætt að halda öllum kostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Árlega leggur bæjarráð Kópavogs sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar með styrk til greiðslu fasteignaskatts.

25. júlí sl. samþykkti bæjarráð Kópavogs styrk til SOS að upphæð kr. 283.950.- til greiðslu fasteignaskatts árið 2019. Þessi styrkur jafngildir því að 6 börn í SOS barnaþorpum fái styrktarforeldra.

Rekstrarkostnaður SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. Um það og fleira úr rekstri samtakanna má lesa í ársskýrslunni sem er aðgengileg á heimasíðu okkar.

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...