Hvert fóru framlögin árið 2017?
Annað árið í röð birtum við nú ítarlegar upplýsingar um það hvert framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara.
Á gagnvirku Google-heimskorti má nú skoða hvert einasta barnaþorp sem Íslendingar styrktu árið 2016 og 2017 og sjá upp á krónu hver framlögin voru til hvers barnaþorps. Einnig má sjá hve mikið börnin í hverju þorpi fengu í peningagjafir frá styrktarforeldrum sínum.
Alls námu framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina kr. 392,5 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 437 barnaþorp í 107 löndum. Af þessari upphæð voru 11,7 milljónir króna peningagjafir inn á framtíðarreikninga styrktarbarna.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...