Góðgerðarráð Versló styrkir SOS Barnaþorpin í Kosovo
SOS Barnaþorpin fengu nýverið styrk frá Góðgerðarráði Verzlunarskóla Íslands sem safnað var á síðasta skólaári. Alls söfnuðust 612 þúsund krónur sem fara óskipt til ungbarnaheimila SOS Barnaþorpanna í Pristina, höfuðborg Kosovo.
Ungbarnaheimilin í Pristina sjá um yfirgefin ungbörn í fjölskylduvænu umhverfi þar til varanlegir foreldrar finnast. Börnin eru flest á aldrinum 0-3 ára og hafa verið yfirgefin á fæðingadeildinni. Yfirgefin ungbörn er nokkuð stórt vandamál í Kosovo, en í aðeins einu sjúkrahúsi í Pristina eru um 30-40 börn yfirgefin á hverju ári. Það er mikil þörf á úrræði fyrir þessi börn og ungbarnaheimili SOS eru eitt svar við þeirri þörf. Heimilin eru byggð á þeim grunni að öll börn þurfa öruggt heimili á öllum stundum. Heimilin geta séð um alls 24 börn í einu og er stærsta og eitt af fáum úrræðum á þessu sviði í landinu.
Fjármagnið frá Góðgerðarráði Versló verður nýtt til bleyju- og þurrmjólkurkaupa fyrir börnin.
Við þökkum Góðgerðarráðinu kærlega fyrir þennan flotta stuðning.
Myndir frá ungbarnaheimili SOS í Pristina:





Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...