Góðgerðadagar FSu
Í byrjun októbermánaðar voru haldnir góðgerðadagar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þeir voru haldnir til að safna fjármagni fyrir SOS Barnaþorpið í Jos í Nígeríu en þetta er í annað skipti sem skólinn safnar fyrir þorpið.
Nemendur skólans tóku upp á ýmsu. Augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt.
Nemendurnir söfnuðu rúmum 300 þúsund krónum fyrir barnaþorpið í Jos. Annars vegar stóð nemendafélagið fyrir söfnun og hins vegar stóð frönskudeild skólans fyrir svokölluðu Frönskumaraþoni þar sem tekið var á móti framlögum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka nemendum FSu kærlega fyrir framlagið.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...