Framlög styrktarforeldra á Google korti
Nú hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi sett upp Google kort sem sýnir upplýsingar um staðsetningu allra SOS Barnaþorpa sem íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir styðja við. Um er að ræða 438 þorp víðsvegar um heiminn.
Ásamt því að geta forvitnast um staðsetningu og útlit þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barna. Um er að ræða mjög spennandi möguleika þar sem hægt er að sjá með einföldum hætti hvert fjármagnið fer.
Alls voru framlög styrktarforeldra 351 milljón króna árið 2016.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...