Fjör á Sólblómahátíð
Mikið fjör var á Sólblómahátíð SOS Barnaþorpanna sem haldin var hátíðleg síðastliðinn föstudag. Börn á Sólblómaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu fögnuðu þannig afrakstri vetrarins með skrúðgöngu og tónleikum.
Börnin gengu frá Lækjatorgi að Ráðhúsi Reykjavíkur og vöktu athygli á réttindum barna um allan heim. Eftir að í Ráðhúsið var komið gæddu börnin sér á veitingum og svo tók Poallaönk við og hélt uppi fjörinu.
Alls eru um 30 Sólblómaleikskólar víðs vegar um landið en þar eru leikskólar sem styðja SOS Barnaþorpin, ýmist með því að styrkja ákveðið barn eða með öðrum leiðum.

Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...