Fréttayfirlit 5. júlí 2017

Endurbygging skóla í Sýrlandi



SOS Barnaþorpin á Íslandi eru að fjármagna endurbyggingu á einum grunnskóla í borginni Aleppo í Sýrlandi. Kostnaður er áætlaður 12 milljónir króna en framkvæmdir eru nú þegar hafnar.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust en þá munu yfir 500 börn hefja þar nám. Skólinn verður öllum börnum opinn, burt séð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Um er að ræða hverfi sem heitir Alsukkari en undanfarnar vikur og mánuði hafa barnafjölskyldur flutt aftur í hverfið eftir langan tíma á flótta.

Þrátt fyrir að stríðinu sé langt frá því að vera lokið er ástandið orðið stöðugra á sumum svæðum í landinu. Yfirvöld segjast vilja byggja samfélagið upp á ný og koma börnum aftur í skóla en talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppo fari ekki í skóla vegna stríðsástandsins. Margir skólar hafa verið notaðir sem fangelsi, skýli eða eru hreinlega orðnir að rústum.

Á neyd.sos.is er hægt að sjá frekari upplýsingar um verkefnið og leggja því lið. Þá er hægt að millifæra inn á reikning 0130-26-9049, kt. 500289-2529.

DSC_3791.JPG

DSC_3759 (1).JPG

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...