Endurbætt barnaþorp á Haítí
Þegar stór jarðskjálfti reið yfir Haítí árið 2010 varð álagið á SOS Barnaþorpin mikið. Mörg börn misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Barnaþorpið í Santo lét verulega á sjá eftir að börnum í þorpinu fjölgaði svo skyndilega. Því var ákveðið að ráðast í endurbætur á þorpinu fyrir nokkrum árum og tók SOS á Íslandi þátt í því ásamt Utanríkisráðuneyti Íslands.
Töluvert er síðan framkvæmdir kláruðust en myndir hafa ekki verið aðgengilegar fyrr en nú. Hér má sjá myndir af þorpinu eftir endurbætur.




Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...