Dregið í stafarugli jóladagatalsins
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, var dregið úr réttum innsendum lausnum í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2019. Í ár tóku um 3000 nemendur í tæplega 60 skólum víðs vegar um landið þátt í dagatalinu.
Vinningshafarnir í stafaruglinu árið 2019 eru:
Stafarugl fyrir 1.-4. bekk: Grunnskólinn í Stykkishólmi, 2. bekkur (kennari: Ásdís Árnadóttir)
Stafarugl fyrir 5.-10. bekk: Vopnafjarðarskóli, 5.-6. bekkur (kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir)
Um leið og við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju langar okkur að þakka öllum nemendum og skólum kærlega fyrir þátttökuna í Öðruvísi jóladagatali í ár. Við munum að sjálfsögðu bjóða aftur upp á Öðruvísi jóladagatal að ári.
Gleðileg jól!
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...