Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin inniheldur 75 limrur og kom út á 75 ára afmælisdegi Ragnars. Bókin er gjöf frá Ragnari til samtakanna og rennur allt söluandvirði hennar, kr. 2.500, óskert til SOS Barnaþorpanna.
Ragnar Ingi hefur verið velgjörðamamaður SOS Barnaþorpanna til fjölda ára. Hann hefur prófarkalesið fréttablað SOS í sjálfboðavinnu í 13 ár og m.a. staðið fyrir hagyrðingakvöldi til styrktar SOS.
Ragnar Ingi hefur lengst af starfað sem kennari og var aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands/Menntavísindasvið H.Í. Hann hefur meðfram kennslu fengist við ritstörf, einkum ljóða- og námsefnisgerð. Hann hefur einnig ritað fjölmargar fræðigreinar, einkum um bragfræði.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...