Fréttayfirlit 17. febrúar 2017

Barnaþorp í Mósambík varð fyrir skemmdum



Hvirfilbylurinn Dineo reið yfir suðurströnd Afríku í vikunni með þeim afleiðingum að SOS Barnaþorpið í Inhamane í Mósambík varð fyrir skemmdum. Öll börn sluppu ómeidd ásamt starfsfólki.

Vegna þessa þurfa börnin í þorpinu að flytja tímabundið í SOS Barnaþorpið í Maputo, á meðan viðgerð stendur yfir í Inhamane. Í Maputo verður sett upp tímabundið húsnæði fyrir börnin og SOS mæður.

Alls búa 124 börn í SOS Barnaþorpinu í Inhamane ásamt 24 ungmennum sem búa í nágrenni þorpsins.

Forstöðumaður þorpsins. Simao Chatepa, segir börnin vera skelkuð en annars sé ástandið ágætt. Hann hafi þó áhyggjur af fimm starfsmönnum þorpsins sem ekki hefur náðst í síðan hvirfilbylurinn reið yfir. „Við höfum ekki náð í þessa fimm starfsmenn sem ekki voru í þorpinu á miðvikudaginn. Við getum bara vonað að það sé í lagi með þá,“ segir Simao.  

Nýlegar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfðagjafir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...