Annað fréttablað ársins komið út
Fréttablað SOS Barnaþorpanna er nú komið úr prentun og berst styrktaraðilum í pósti á næstu dögum. Þetta er annað tölublað ársins af þremur og í því eru að venju greinar, viðtöl og myndir sem eiga erindi við alla þá sem leggja samtökunum lið.
Í blaðinu eru meðal annars viðtöl við íslenska styrktarforeldra og styrktarbörn þeirra í Nepal, HM kveðjur til íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá SOS barnaþorpum í Eþíópíu og Mexíkó, myndir frá góðgerðar- og fjölskylduhlaupinu „Skór til Afríku“ sem haldið var við Rauðavatn í sumar, upplýsingar úr ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi og frásögn af fjölskyldueflingarverkefni í Eþíópíu sem SOS Branaþorpin á Íslandi fjármagna.

Fréttablaðið má líka nálgast hér á heimasíðu okkar eins og öll fyrri fréttablöð okkar
Fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi er liður í fjáröflun samtakanna og fyrir frjáls framlög er reikningsnúmerið eftirfarandi:
Rknr. 0130-26-9049
Kennitala: 500289-2529
Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 907 1001 og gefa þannig 1000 krónur í stakt framlag til SOS Barnaþorpanna.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Nýlegar fréttir
855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...
23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ráðstafað 23 milljónum króna af erfðagjöf til háskólamenntunar ungmenna í Afríku, nánar tiltekið í Rúanda. Ráðstöfunin er samkvæmt óskum arfleifanda, Baldvins Leifssonar...